Gíslastaðir
Hvítá í Árnessýslu
Gíslastaðir er 3ja stanga svæði þar sem seldir eru tveir eða fleiri samliggjandi dagar, t.d. hálfur / heill / hálfur og allar stangir seldar saman. Leyfilegt agn er fluga, maðkur og spúnn.
Engin kvóti og taka má alla fiska eða sleppa að vild! Við mælum þó með því að að hrygnum sé sleppt. Veiðisvæðinu fylgir hús með þremur herbergjum
Syðri Brú
Sogið - Grímsnesi
Syðri Brú er stórskemmtilegt laxveiðisvæði og eitt af fáum einnar stanga laxveiðisvæðum landsins. Svæðið hefur verið sérlega vinsælt þar sem það er stutt frá Reykjavík með glæsilegu veiðihúsi sem rúmar 10 til 12 manns. Syðri Brú hefur oft í gegnum tíðina verið með hæstu veiði á stöng í Soginu. Besti veiðistaðurinn Landaklöpp, sem er efst á svæðinu, hefur oft gefið frábæra veiði.