Gíslastaðir
Gíslastaðir
Gíslastaðir er 3ja stanga svæði þar sem seldir eru tveir eða fleiri samliggjandi dagar, t.d. hálfur / heill / hálfur og allar stangir seldar saman. Leyfilegt agn er fluga, maðkur og spúnn.
Engin kvóti og taka má alla fiska eða sleppa að vild! Við mælum þó með því að að hrygnum sé sleppt.
Veiðisvæðinu fylgir hús með þremur herbergjum og eru 2 rúm í hverju þeirra og svo er svefnloft með auka dýnum. Í húsinu er allt til alls en veiðimenn þurfa að leggja til borðtuskur, handklæði, sængur, rúmföt eða svefnpoka.
Stórt grill og einangruð kista er til staðar undir afla eða matvæli og þurfa gestir að koma með klaka eða tilheyrandi kælikubba til þess að setja í kistuna til þess að hún haldi köldu.
Ekkert rafmagn er í húsinu en sólarsella og vatn hitað með gasi og einnig er gott grill á staðnum. Veiðimenn mega koma í hús klukkutíma áður en þeirra veiðitími byrjar og svo yfirgefa húsið vel þrifið klukkutíma eftir að þeirra veiðitíma líkur.
Upplýsingar
-
Veiðitímabil
21. Júní - 25. September
-
Stangarfjöldi
3. Stangir (seljast saman)
-
Gisting
Veiðimenn þurfa að leggja til sængur og rúmföt. Borðtusku, viskastykki og handklæði, sápur.
-
Veiðisvæðið
1,8 km á lengd með 13 merktum veiðistöðum.
-
Leyfilegt Agn
Fluga, maðkur, spúnn
-
Veiðitími
21 júní - 14 ágúst
7:00 til 13:00 / 16:00 til 22:00
15 ágúst - 25.Sept
7:00 til 13:00 / 15:00 til 21:00 -
Staðsetning
-
Annað
Veiðiskilti er við alla veiðistaði þar sem segir hvernig er best að haga veiðum á viðkomandi veiðistað.