Skip to main content

Norðurá 1

9900 kr

Sjáandinn #14 / #12  (gul)
Leifur  #14 / #12  (græn)
Blue Boy #14 / #12  (blá)

Þríleikurinn og Brá

17.900 Kr

Sjáandinn #14 / #12  (gul)
Tvíburinn #14 / #12  (teal)
Stóri Bróðir #14 / #12  (svört)
Brá #18 / #14 / #12  (hvít)

Uppáhalds flugurnar hans Palla

24.900 kr

Sjáandinn  #14 / #12  Hitch 13mm / !5mm
Stóri Bróðir  #14 / #12  Hitch 13mm / !5mm
Tvíburinn  #14 / #12  Hitch 13mm / !5mm
Leifur  #14 / #12  Hitch 13mm / !5mm
Dísa  #14 / #12  (Orange)
Magga  #14 / #12  (Magenta)
Blue Boy  #14 / #12  (Blá)  
Brá  #14 / #12  (Hvít)

Dimma

695 kr

Stærð: #12 #14

Silver Sheep

695 kr

Stærð: #12 #14 #16

Black sheep

695 kr

Stærð: #12 #14 #16

Collie Dog

695 kr

Stærð: #12 #14 #16

Hér er komin fluga sem virkar við allar aðstæður, mikil birta og sól eða dumbungur og rigning.
Collie Dog er fluga sem er geysi öflug en stundum fannst manni eitthvað vanta, pínulíð meira dress á hana og þá kom hugmyndin að bæta við hana tveim öðrum litum, rauðan haus og gult skegg með svörtum væng sem gefið hefur manni marga laxa þegar Collie Dog hefur brugðist.

Sjáandinn

695 kr

Stærð: #12 #14 

Geysisterk fluga sem virkar mjög vel allsstaðar og á öllum tímum. Fyrsta sumarið komu á þriðja hundruð laxar á hana samtals í þeim veiði ám sem hún var prófuð í og hnýtti ég mikið magn af flugum það sumar sem ég gaf mörgum veiðimönnum sem voru að fara í ýmsar ár til þess að sjá hvernig hún myndi reynast. Sannarlega ein allra veiðnasta flugan sem ég hef búið til.

Hugmyndin af Sjáandanum varð til þegar ég var við leiðsögn í Langá með eldri hjón og Jónas Frances var með Eyju konunni sinni með stöngina á móti þeirra.  Jónas nefndi það við mig að ef ég ætti þess kost að líta til með þeim enda Jónas hörku veiðimaður sem þarf enga tilsögn. Í þrjú skipti leit ég til þeirra og spottaði fiska sem allir tóku eftir stýringu frá mér. Þegar ég kom í veiðihúsið í hádeginu þá varð Jónasi og frú að orði „ þarna kemur Sjáandinn“

Tvíburinn

695 kr

Stærð: #12 #14 

Mjög öflug fluga sem hefur reynst mjög vel í mikilli birtu eins og svo margar af mínum flugum og gefur Sjáandanum lítið eftir. Sumarið 2014 eignuðumst við konan tvíbura þremur mánuðum fyrir tímann sem lengi var tvísýnt með en fór þó að lokum vel.

Lengi vel áttum við holl í Langá dagana 30. júní til 3. júlí og sumarið 2015 setti ég nokkrar flugur í box með Tvíburanum og gaf öllum sem voru að veiða í hollinu. Ég bað menn um að taka eftir tímanum ef svo vildi til að einhver fengi lax á hana og spurning hver myndi verða fyrstur til þess að fá lax á hana.

Um morguninn áttum við neðsta svæðið og á svæði með okkur var Þórður Þórkellsson sem er yfirlæknir á vökudeild landspítalans. Við Sigga byrjuðum að veiða Breiðuna og eftir nokkur köst hjá henni tók lax sem var fyrsti laxinn sem kom á hana og eftir löndun þá sagði Þórður „það er vel við hæfi að Sigga myndi fá fyrsta fiskinn“

Stóri bróðir

695 kr

Stærð: #12 #14 

Hér er komin fluga sem virkar við allar aðstæður, mikil birta og sól eða dumbungur og rigning.

Collie Dog er fluga sem er geysi öflug en stundum fannst manni eitthvað vanta, pínulíð meira dress á hana og þá kom hugmyndin að bæta við hana tveim öðrum litum, rauðan haus og gult skegg með svörtum væng sem gefið hefur manni marga laxa þegar Collie Dog hefur brugðist.

Leifur

695 kr

Stærð: #12 #14 

Hún er fluga sem gefur við allar aðstæður hvort sem er göngufiskur eða leginn fiskur.

Ég var fenginn til þess að hanna tvær flugur fyrir hjón sem hafa mikin áhuga á veiði og var það sjálfsagt mál. Grænir sterkir litir í flugu hefur mig alltaf þótt heillandi og hef ég hnýtt nokkrar sem hafa gefið mér fiska en engin þó heillað mig það mikið að ég hafi haft áhuga á að sýna þær. Leifur er að mínu mati gríðarlega falleg fluga sem hefur gefið mér og öðrum þó nokkra laxa frá því að hún kom á sjónarsviðið.

Dísa

695 kr

Stærð: #12 #14 

Hér er betri helmingurinn komin af Leif en það er Dísa í litum sem hafa gefið mér oft ótrúlega veiði sérstaklega þegar líður á sumarið og hængarnir farnir að verja hrygnurnar. Þessar tvær flugur eru hnýttar eins bara í mismunandi litum. Félagar mínir voru við veiðar í fyrrasumar og fengu jafnt lax og sjóbirting í Hólsá hana.

Dísa

695 kr

Stærð: #12 #14 

Hér er komin fluga sem veiðir alla laxfiska, lax, bleikja, sjógengin bleikja, urriði og sjóbirtingur og þá á öllum tímum. Magenta litirnir minna svo sannarlega á ferskt sandsíli sem glitrar á þegar það kemur úr sjó.

Ég og faðir minn fórum töluvert í sjóbirting hér áður fyrr og töluðum oft um hvað það væri frábært að komast í Sandsíli til að nota í beitu og þá kveiknaði sú hugmynd að hnýta flugu í þessum litum. Ég var eitt sinn í Miðfjarðará og fékk 2 laxa og 5 stórar bleikjur úr sama hyl án þess að makker fengi högg en þessi fluga hefur ótrúlega oft komið á óvart þegar ekkert annað hefur gefið t.d. í Víðidalsá, Hrútafjarðará og Miðfjarðará þegar maður veiddi í þessum ám.

Brá

695 kr

Stærð: #12 #14 #16

Stórkostleg fluga í bjartviðri og glampandi sól og þegar allt annað þrýtur. Hálf ótrúlegt að þessi lita samsetning á flugu skuli virka svona vel.

Ég var að fara í vorveiði í Straumfjarðará með Hjálmari í Hlað og sagði honum að ég væri með nýja flugu meðferðis sem ég væri virkilega spenntur fyrir að prófa og væri reyndar kominn með nafn á hana ef hún gæfi okkur fisk. Hjálmar átti hund af Vorsteh kyni sem var öll hvít nema hausin sem var dökk brúnn og því tilvalið að prófa hnýta eitthvað nýtt patern. Til að gera söguna styttri þá fengum við nokkra laxa á hana og þegar ég tilkynnti Hjálmari nafnið þá gat ég ekki betur annað séð en hann væri sáttur við hana. Fluga sem er í algjöru uppáhaldi hjá mörgum veiðimanninum.

Blue boy

695 kr

Stærð: #12 #14 #16

Er fluga sem kemur skemmtilega á óvart, hnýtt á þeim tíma þegar bláar flugur voru sjaldséðar í fluguboxum veiðimanna en hefur gefið oft góða veiði þegar annað agn hefur brugðist.

Ég var við leiðsögn á fjallinu í Norðurá með tvo spánverja og átti hálfan dag í frí áður en næstu kúnnar myndu koma en það voru þau heiðurshjón Kristinn heitinn Björnsson og Sólveig Pétursdóttir. Ég hafði oft hugsað um það að búa til flugu og skýra í höfuðið á Kristni vini mínum en hann var harður sjálfstæðismaður og þá kom ekkert annað til en að flugan skyldi verða blá á lit og myndi fá nafnið Blue Boy ef það skyldi veiðast á hana. Fyrsta kvöldið áttum við frá Glitstðabrú og niður að Laxfossi og ég stakk uppá því að við myndum fara í Hraunbollana sem var nú kannski ekki spennandi fyrir fluguveiði. Ég hafði fylgst með miklum göngum í Norðurá og vissi að hraunbollarnir væri inni.
Ég sagði Kristni að ég væri búin að hana flugu og væri klár með nafn á hana en hann myndi verða sá fyrsti sem myndi setja hana undir. Við byrjuðum í miðbollanum og eftir nokkur köst þá tekur lax sem við löndum og þá segi ég honum hvað flugan eigi að heita og hún sé skírð í höfuðið á honum. Það fór svo að við löbbuðum úr Hraunbollunum með 6 laxa þetta kvöld og alla á Blue Boy og þau hjón himinlifandi með nýju fluguna.

Hvítur Frances

695 kr

Stærð: #12 #14 #16

Ótrúlegt veiðitæki í mikilli birtu og sól eins og Brá er. Það góða við hvíta lítinn er hversu vel hún sést í vatninu við góðar aðstæður þegar kasta á fisk sem er vel sjáanlegur.

Veiðivötn og úti um allt

7900 kr

Nobbler Hvítur #8
Nobbler Rauður #8
Nobbler Orange #8
Nobbler Svartur #8

Nobbler

390 kr

Stærð: #8

Nobbler

390 kr

Stærð: #8

Nobbler

390 kr

Stærð: #8

Nobbler

390 kr

Stærð: #8

Stóri bróðir Hitch

695 kr

Stærð: 13mm, 15mm

Tvíburinn Hitch

695 kr

Stærð: 13mm, 15mm

Leifur Hitch

695 kr

Stærð: 13mm, 15mm

Stóri bróðir Hitch

695 kr

Stærð: 13mm, 15mm

Sunray shadow

695 kr

Stærð: "1/2 
Stærð: "1

Collie Dog áltúpa

695 kr

Stærð: "1/2 
Stærð: "1

Sunray Shadow Tungsten

695 kr

Stærð: 1/4

Tvíburinn

695 kr

Stærð: S
Stærð: M

Stóri Bróðir

695 kr

Stærð: S
Stærð: M

Sjáandinn Tungsten

695 kr

Stærð: S
Stærð: M

Svartur frances micro cone

695 kr

Stærð: 1/4

Rauður frances micro cone

695 kr

Stærð: 1/4

Rauður frances cone

695 kr

Stærð: 1/4
Stærð: 1/2
Stærð: 1

Svartur frances cone

695 kr

Stærð: 1/4
Stærð: 1/2
Stærð: 1

Salmon Fly Treble 10stk

1390 kr

Stærð: #10 #12 #14 
Litur: Silver, Gold, Black

Flies Designed for tying salmon flies
O’Shaughnessy shape with a wide gap
Very strong and sharp chemically-sharpened point

X-Strong Round Treble 10stk

900 kr

Stærð: #4 #6 #8 #10 #12 #14 #16
Litur: Silver, Gold, Black

Perfect for arming spoons and lures
Popular for big trout, perch and other larger species 

Flugur

Flugurnar hans Palla eru löngu þekktar fyrir það að vera öðruvísi en aðrar flugur og veiðnari heldur en margar aðrar. Áratuga reynsla sem veiðimaður og leiðsögumaður  hefur fært honum kunnáttu sem margir hafa notið góðs af.
Í netverslun Veiðiklóar er hægt að nálgast flugurnar ásamt  túpum og öðrum veiðivörum.