Skip to main content

Skilmálar
Skilgreining
Seljandi er Veiðikló ehf., kt. 611021-0970, virðisaukaskattsnúmer 144315. Veiðikló ehf., er skráð félag í Firmaskrá. Kaupandi er sá aðili sem skráður er kaupandi á reikningi.

Afgreiðsla pantana
Allar pantanir eru afgreiddar eins fljótt og þær berast, helgar og aðrir frídagar eru þó ekki meðtaldir. Pantanir eru sendar út á virkum dögum nema um annað sé sérstaklega samið. Vörur eru sendar með Íslandspósti og er afgreiðslufrestur að jafnaði 1-2 dagar. Einnig er hægt að sækja vörur í verslunina Bendir ehf, Hlíðasmára 13, 200 Kópavogur skv. auglýstum opnunartíma.

Skilaréttur
Kaupandi getur skilað vöru keyptri af seljanda innan 30 daga, valið nýja eða fengið hana endurgreidda. Forsendur þess að unnt sé að skila vöru er að hún sé í upprunalegu ástandi ásamt umbúðum. Ekki er hægt að skila notaðri vöru. Kvittun fyrir keyptri vöru er skilyrði fyrir vöruskilum. Seljandi áskilur sér rétt til að sannreyna að varan sé í lagi, þó innan eðlilegra tímamarka. Hafi vara skemmst í sendingu biðjum við viðskiptavini um að hafa samband við Veiðikló ehf í síma 898 4047 eða með tölvupósti á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Upplýsingar
Upplýsingar um vörur eru birtar eftir bestu vitund hverju sinni. Seljandi birtir allar upplýsingar með fyrirvara um galla, prent- og innsláttarvillur, verð og myndir. Krókar fylgja öllum túpum. Seljandi áskilur sér rétt til að aflýsa í heild eða að hluta til pöntun kaupanda ef vara verður uppseld, þ.e. á milli þess tíma sem pöntun er móttekin og hún tekin til afgreiðslu. Undir þeim kringumstæðum fær kaupandi tilkynningu þess efnis. Kaupandi á þá möguleika á að samþykkja breytta pöntun eða aflýsa henni í heild sinni.

Verð
Verð í netverslun kunna að breytast án fyrirvara. Verðhækkanir- eða lækkanir sem verða eftir pöntun viðskiptavinar eru ekki afturkræfar. Það verð gildir sem kemur fram á pöntunarstaðfestingu og eða reikningi kaupanda. Verð eru birt með fyrirvara um innsláttarvillur.

Greiðslur 
Greitt er fyrir vörur með greiðslukorti. Eftir að kaupandi staðfestir pöntun er hann fluttur á örugga greiðslusíðu þjónustuaðila. Pöntun er ekki afgreidd fyrr en greiðsla hefur borist. Ef greiðsla fyrir netpöntun berst ekki innan tveggja daga, áskilur seljandi sér rétt til að aflýsa pöntuninni.

Öryggi og meðferð persónuupplýsinga
Farið er með allar persónuupplýsingar sem seljandi móttekur sem trúnaðarupplýsingar og þær aðeins nýttar í þeim tilgangi að klára viðskiptafærslu. Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar persónuupplýsingar í tengslum við viðskipti. Upplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum. Greiðslur með greiðslukortum eru inntar af hendi í gegnum örugga vefsíðu Rapyd.

Ábyrgðir
Ábyrgð vegna gallaðrar vöru er í samræmi við neytendakaupalög nr. 48/2003 og miðast við kaupdagsetningu til einstaklinga. Ef um ræðir sölu á vöru til fyrirtækis er ábyrgð á galla eitt ár frá kaupdagsetningu samkvæmt lögum um lausafjárkaup nr. 50/2000. Ábyrgðir á veiðistöngum eru skv. skilmálum hvers framleiðanda.

Höfundarréttur
Allt efni í vefverslun Veiðiklóar ehf er varið höfundarrétti, þ.m.t., myndir, vörulýsingar og umfjallanir hverskonar. Allur réttur er áskilinn.