Skip to main content

Syðri Brú

Syðri Brú

Syðri Brú er stórskemmtilegt laxveiðisvæði og eitt af fáum einnar stanga laxveiðisvæðum landsins. Svæðið hefur verið sérlega vinsælt þar sem það er stutt frá Reykjavík með glæsilegu veiðihúsi sem rúmar 10 til 12 manns.

Syðri Brú hefur oft í gegnum tíðina verið með hæstu veiði á stöng í Soginu. Besti veiðistaðurinn Landaklöpp, sem er efst á svæðinu, hefur oft gefið frábæra veiði. Viljum við benda veiðimönnum á að öll veiði er bönnuð frá gömlu brú sem liggur ofan við Landaklöpp.


Aðrir veiðistaðir eins og Bláhylur hafa oft gefið góða veiði en veiðimenn hafa viljað festast við veiðar á Landaklöppinni þar sem fiskur er oft duglegur að sýna sig.
Sakkarhólmi er einn langur veiðistaður sem oft hefur gefið vel af vænni bleikju, urriða en þó lax líka.

Upplýsingar

 • Veiðitímabil

  21. Júní - 25. September

 • Stangarfjöldi

  1 Stöng

 • Gisting

  Veiðimenn þurfa að leggja til sængur og rúmföt. Borðtusku, viskastykki og handklæði, sápur.

 • Veiðisvæðið

  1,2 km á lengd með 9 merktum veiðistöðum. 

 • Leyfilegt agn

  Fluga

 • Veiðitími

  21 júní - 14 ágúst 
  7:00 til 13:00  /  16:00 til 22:00
  15 ágúst - 25.Sept 
  7:00 til 13:00  /  15:00 til 21:00

 • Staðsetning

 • Annað

  Kvóti 1.Lax á vakt
  Sleppa skal öllum laxi yfir 70cm á lengd

Veiðihúsið

10-12 Gestir
Svefnloft
6 Rúm
Grill
Uppþvotta vél
Sjónvarp

Staðsetning

Hafa samband