Skip to main content

Krossá

Krossá

Krossá er lítil bergvatnsá þar sem tvær stangir eru leigðar saman. Veiðisvæðið er um 8 km langt með 24 merktum veiðistöðum. Krossá er sjálfbær á og í þurrkatíð verður mjög lítið vatn í ánni, því er oft hægt að sjá laxinn. Auðvelt er að ganga nærri ánni og eingöngu er veitt á flugu. Öllum laxi skal sleppt, sem er mjög mikilvægt fyrir sjálfbærni árinnar.

Gott aðgengi er að veiðistöðum og frábært veiðihús fylgir ánni en það var allt tekið í gegn núna í vor. Húsið var gert fokhelt og endurnýjað uppá nýtt. Það er járnklætt timburhús með svefnplássi fyrir 8 manns, svefnloft, tvö herbergi og tveir tvíbreiðir sófar í stofu. Í húsinu eru öll helstu eldhúsáhöld, ísskápur, eldunarhellur, örbylgjuofn, ristavél, kaffivél og hraðsuðuketill. Baðherbergið var einnig endurnýjað að fullu með sturtu, klósetti og vask. Verönd er meðfram húsinu og við annan gafl þess, einnig er grillskáli með Weber rafmagnsgrilli og vöðlugeymslu. Farsíma samband er í húsinu.

Veiðibók og veiðikort eru til staðar í húsinu fyrir veiðimenn til að taka með sér svo þeir rati betur um ánna.

Í rannsókn sem Hafrannsóknastofnun gerði árið 1988 kemur fram að meðalveiði áranna 1974 til 1988 var 113 laxar. Minnst var veiðin 41 lax og mest 180.

Upplýsingar

  • Veiðitímabil

    Júlí - September

  • Stangarfjöldi

    2. Stangir (seljast saman)

  • Gisting

    Veiðimenn þurfa að leggja til sængur og rúmföt. Borðtusku, viskastykki og handklæði, sápur.

  • Veiðisvæðið

    8 km á lengd með 24 merktum veiðistöðum. 

  • Leyfilegt Agn

    Fluga

  • Veiðitími

    1 Júlí- 14 ágúst
    7:00 til 13:00  /  16:00 til 22:00
    15 ágúst - 25.Sept 
    7:00 til 13:00  /  15:00 til 21:00

  • Staðsetning

  • Annað

    Öllum laxi skal sleppt

Veiðihúsið

10 Gestir
Svefnloft
6 Rúm
Grill

Staðsetning

Hafa samband